Um

Halló, Salbjörg heiti ég, er hönnuður og hanna allt frá merkjum til heildarútlits, ásamt því að koma að mörkun verkefna og hönnunarstjórn.

Ég er með yfir 20 ára fjölbreytta reynslu af hönnun efnis fyrir margskonar miðla, m.a. samfélagsmiðla, vefi og skjái, fengist við prenthönnun og umbrot og umfangsmeiri verkefni eins og mörkun fyrirtækja, hönnun fyrir sýningar og hönnun vefsíðna.

Hvað get ég gert fyrir þig?
hallo@salbjorgrita.is
783-9889

Eftir hönnunarnám við Bauhaus listaháskólann í Weimar í Þýskalandi hef ég síðan 2007 unnið ýmist sjálfstætt eða á auglýsingastofu við grafíska hönnun ásamt því að fást við ljósmyndun.

Félagi í FÍT, Félagi íslenskra teiknara og Grapíku Islandicu

Viðskiptavinir
Viðskiptavinirnir eru smáir og stórir og allt þar á milli, stofnanir, einstaklingar og fyrirtæki s.s. Reykjavíkurborg, Háskóli íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Hafrannsóknastofnun, Opus Futura, Strengjaleikhúsið, Borgarsögusafn, Plastlaus september, HP flatkökur, skatt.is, Maríuklæði og Verkvist.

Önnur viðfangsefni
Myndatökur
Umbúðalaust (í dvala)

Tilraunir og samfélagsmál
Stofnaði ásamt öðrum og rak um tíma verslanirnar Vistveru og síðar Vonarstræti, tilraunir til að kynna og auka aðgengi fólks að vistvænna vöruúrvali og draga úr óþarfa umbúðanotkun.
Stofnaði ásamt öðrum og kom að árlega árvekniátakinu Plastlausum september 2017-2022.

Er með ótal hugmyndir og alltaf til í spjall um frekari tilraunir.