Vistvera

Verslun í Grímsbæ með áherslu á umhverfisvænni vörur, helst lausar við einnota umbúðir eða umbúðalausar. Verkefni sprottið úr hugsjón þar sem lögð var áhersla á að skapa samfélag með gegnsæi upplýsinga, fræðslu og samtali í kringum verslunina með góðri upplýsingagjöf á vef og merkingum verslunar, vel upplýstu starfsfólki og fjölda kynningarviðburða.  Útlit auglýsinga og kynningarefnis var einfalt og hlýlegt og endurspeglaði hreinan og beinan reksturinn.

Unnið
2018 – 2020

Verkefnin
Mörkun og rödd vörumerkis.
Hönnun merkis og heildarútlits.
Hönnun verslunarrýmis.
Gerð auglýsingaefnis fyrir fjölmiðla og samfélagsmiðla.
Merkingar innan og utandyra.
Hönnun og uppsetning vefs.
Skipulag viðburða.
Ljósmyndun.